Þjónustuverkstæði ISUZU

BL ehf.

Sævarhöfða 2
110 Reykjavík
Sími 525800
Netfang [email protected]
Nánari upplýsingar á heimasíðu BL www.bl.is

Ábyrgðarskilmálar

BL ehf. ábyrgist, fyrir hönd Isuzu Motor Limited, ábyrgðasamningi samkvæmt neðangreindum skilmálum. Komi upp grunur um galla í bifreiðinni skal eigandi (notandi) tafarlaust hafa samband við viðurkenndan ISUZU þjónustuaðila. Rétt er að ítreka mikilvægi þess að koma tafarlaust með bifreiðina til eftirlits ef grunur vaknar um galla vegna þess að galli eða bilun getur margfaldast ef dregið er að koma með bifreiðina í viðgerð.

Fimm ára verksmiðjuábyrgð

Ábyrgðin gildir um alla upprunalega hluti bifreiðarinnar sem reynast hafa framleiðslu-, samsetningar-, lakk- eða hráefnisgalla. Ábyrgðin gildir í 5 ár frá fyrsta skráningardegi eða að eknum 100.000 km, hvort sem á undan kemur. Ryðvarnarábyrgð er til 6 ára vegna ryðs innan frá óháð akstri.

Eftirfarandi þættir eru undanskyldir verksmiðjuábyrgð:

- Allir vara- og aukahlutir sem ekki eru frá ISUZU.

- Kostnaður vegna varahluta eða vinnu tengdri nauðsynlegu eða ráðlögðu viðhaldi, til dæmis, jafnvægisstillingu hjóla, stillingu hjólhorna, vélarstillingu, stillingu aðalljósa og endurnýjun á ljósaperum, kertum, reimum, kúplingshlutum, bremsudiskum eða -skálum, bremsuklossum, síum, rúðuþurrkum, vökvum eða smurefnum.

- Hjólastilling, stilling á kúplingu.

- Stillingar á hurðum er í eins árs ábyrgð eða að eknum 20.000 km hvort sem kemur fyrr.

- Öll misnotkun, slys, þjófnaðar, íkveikja eða skemmir að yfirlögðu ráði.

- Iðnaðar-, sýru, efna eða alkalímengun. Skemmdir vegna grjóts, trjákvoðu, salts, hagléls, storma, eldinga, eða annarra umhverfisþátta.

- Misbrests á því að farið sér eftir viðeigandi leiðbeiningum í Ábyrgðar- og þjónustubókinni.

- Misbrests á að færa bifreiðina til viðgerðar við fyrsta tækifæri eftir að galli kemur í ljós.

- Skorts á fullnægjandi viðhaldsþjónustu.

- Allar breytingar eða ófullnægjandi viðgerðir.

- Viðgerða sem ekki eru framkvæmdar af viðurkenndum sölu-/þjónustuaðila ISUZU.

- Notkunar á óviðeigandi eða menguðu eldsneyti, vökvum eða smurefnum.

- Eðlilegt slit á áklæðum, lakki eða öðrum útlitsþáttum.

- Hver sú bifreið sem kílómetramælinum hefur verið breytt í eða um hann skipt, þannig að álestur hans stangast á við þá vegalengd sem bifreiðinni hefur raunverulega verið ekið, án opinberrar skráningar í Ábyrgðar- og þjónustubókina, eða þar sem verksmiðju- og/eða vélarnúmeri hefur verið breytt eða það fjarlægt.

- Tilfallandi eða afleiddar skemmdir, s.s. að ekki er hægt að nota bifreiðina, óþægindi eða viðskiptatap.

- Hver sú bifreið sem áður hefur lent í tjóni og tryggingafélag hefur áður dæmt ónothæf, þá meðatalið ef hún hafa lent i árekstri.

Sérákvæði um breytingar á bifreiðum

- Ef bifreiðinni hefur verið breytt að ósk kaupanda/eiganda og kaupandi/eigandi samþykkt kaup- og ábyrgðarskilmála söludeildar BL ehf. um breytta bíla er breytingin í 2ja ára ábyrgð. Breytingar sem eru framkvæmdar af breytingaraðilum sem ekki eru viðurkenndir af BL ehf. eru ekki í ábyrgð.

Skyldur kaupanda og takmarkanir á ábyrgð

- Til þess að viðhalda ábyrgð bifreiðarinnar er kaupanda skylt að færa hana reglulega til þjónustueftirlits. Brýnt er að allt eftirlit, einnig smureftirlit, sé framkvæmt af viðurkenndum þjónustuaðila. Seljandi hafnar bótum ef þessu atriði er ekki fullnægt.

- Ábyrgðin er háð því skilyrði að varahlutir notaðir í bifreiðina séu allir framleiddir fyrir þessa bifreið af framleiðanda hennar.

- Kaupanda er skylt að sjá um flutning bifreiðarinnar að og frá viðgerðarstað.

- Reynist nauðsynlegt vegna fjarlægðar eða ófærðar að gera við bifreið utan þjónustukerfis BL ehf. skal haft samband við seljanda og leitað eftir samþykki hans ella verður tjónið ekki bætt.

- Seljandi greiðir einungis samkvæmt dagvinnutaxta þjónustuaðila sinna í Reykjavík.

- Ábyrgðin nær ekki til tjónabíla (samkvæmt skilgreiningu reglugerðar um gerð og búnað ökutækja), né heldur ef rekja má galla til tjóns eða árekstrar. Ábyrgðin nær ekki til tjóns sem orsakast af utanaðkomandi hlutum (svo sem steinkasti eða öðrum efnum).

- Afnotamissir bifreiðar vegna ábyrgðarviðgerðar fæst ekki bættur.

- Sé bifreiðin notuð á óeðlilegan eða ólöglegan hátt eða hún misnotuð, fellur ábyrgðin úr gildi.

- Óbein tjón sem rekja má til galla falla ekki undir ábyrgð þessa.

- Rétt er að brýna enn einu sinni fyrir kaupanda að tilkynna tafarlaust um uppkominn galla til viðurkennds þjónustuaðila eða þjónustustjóra BL ehf. og nota ekki bifreiðina nema að höfðu samráði við þjónustuaðila. Leiðbeiningar ef draga þarf bifreið á viðgerðarstað

- Ef draga þarf fjórhjóladrifna bifreið á viðgerðarstað er mikilvægt að bifreiðin sé ekki í fjórhjóladrifi þegar hún er dregin.

- Ef bifreiðin sem verið er að draga er sjálfskipt ber að stilla sjálfskiptingu á „N“ (neutral) sem er hlutlaus. Sömuleiðis á beinskiptur bíll að vera dreginn í hlutlausum gír.

- Hámarksvegalengd sem draga má bifreið eru 80 km og hámarkshraði þegar verið er að draga er 50 km/klst. Ef draga þarf á meiri hraða eða lengri vegalengd þarf að aftengja drifsköft.

Gildistaka og annað

- Kaupandi getur ekki gert skaðabóta- eða ábyrgðarkröfur sem ganga lengra en skilmálar þessa ábyrgðarsamnings.

- Ábyrgðin tekur gildi við skráningu bifreiðarinnar.